Bókmenntaverðlaun

Norræna húsið er skrifstofa fyrir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Skrifstofan annast alla daglega vinnu við verðlaunin. Vinnan fer fram í samráði við formann dómnefndar verðlaunanna og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Skrifstofa verðlaunanna sendir frá sér fréttabréf fjórum sinnum á ári á skandinavísku. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfinu með því að senda beiðni um það til umsjónarmanns skrifstofunnar:

Sofie Hermansen Eriksdatter
+354 5517036
sofie@nordichouse.is

Þrettán verk tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Fulltrúar landanna í norrænu dómnefndinni hafa tilnefnt eftirfarandi þrettán verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

Danmörk

Velsignelser eftir Caroline Albertine Minor. Smásögur, Rosinante, 2017.

Indigo. Roman om en barndom eftir Vita Andersen. Skáldsaga, Rosinante, 2017

Finnland

God morgon eftir Susanne Ringell. Stuttur prósi. Förlaget M, 2017

Ontto harmaa eftir Olli-Pekka Tennilä. Ljóðabók, Poesia, 2016

Færeyjar

Gudahøvdeftir Jóanes Nielsen. Ljóðabók, Mentunargrunnur Studentafelagsins, 2017.

Grænland

Illinersiorluni ingerlavik inussiviuvoqeftir Magnus Larsen. Sjálfsævisaga, Maanuup atuakkiorfia, 2017

Ísland

Öreftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsaga, Benedikt bókaútgáfa, 2016

Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson. Ljóðabók, JPV útgáfa, 2016

Noregur

Jeg har ennå ikke sett verden eftir Roskva Koritzinsky. Smásögur, Aschehoug, 2017

Begynnelser eftir Carl Frode Tiller. Skáldsaga, Aschehoug, 2017

Svíþjóð

Tapeshavet eftir Gunnar D Hansson. Ljóðabók, Albert Bonniers Förlag, 2017.

Doften av en man eftir Agneta Pleijel. Skáldsaga, Norstedts, 2017

Álandseyjar

Algoteftir Carina Karlsson. Skáldsaga, Schildts & Söderströms, 2017

Verðlaunahafi tilkynntur 30. október

Verðlaunahafinn er kynntur og tekur á móti verðlaunum sem nema 350 þúsund dönskum krónum í Norsku óperunni í Ósló þegar Norðurlandaráð þingar þar í borg.

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

„Erindring om kærligheden“ („Minning um ástina“, óþýdd) eftir Kirsten Thorup hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2017.

Danski höfundurinn Kirsten Thorup tók við verðlaununum við verðlaunaathöfn Norðurlandaráðs í Finlandia-húsinu í Helsinki þann 1. nóvember.

Rökstuðningur dómnefndar:

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 hefur sent frá sér fjölda frábærra skáldsagna með samfélagslega skírskotun. Í skáldsögunni Erindring om kærligheden eftir Kirsten Thorup er dregin upp mynd af Töru, sem réttir hvað eftir annað hjálparhönd til hinna jaðarsettu í samfélaginu. Án þess að hafa ætlað sér það eignast hún dótturina Siri, en það verkefni reynist henni erfitt. Hér er rakin átakanleg og miskunnarlaus atburðarás í blæbrigðaríkri frásögn þar sem tekist er á við viðfangsefni á borð við réttindi og skyldur, hið persónulega og hið pólitíska – og ekki síst styrk og gjald ástarinnar. Erindring om kærligheden er kolsvört skáldsaga, full visku. Hún leggur net sín í hið sammannlega dýpi á þann hátt sem aðeins sannar bókmenntir geta gert.

Nánari upplýsingar um Erindring om kærligheden á síðu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs

Ljósmynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962, þau eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænu tungumáli. Það geta verið skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk.
Markmið verðlaunanna er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda. Nánari upplýsingar um verðlaunin finnur þú á vefsíðu Norðurlandaráðs www.norden.org.

 

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Fréttir af Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn haustið 2013. Þau eru veitt norrænu bókmenntaverki, skrifuðu fyrir börn og unglinga á einhverju tungumála Norðurlandanna.
Tilnefningar til verðlaunanna eru opinberaðar að vori og tilkynnt er um sigurverk á Norðurlandaráðsþingi sem fram fer um mánamótin október-nóvember.
Verðlaunin eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir ár hvert en þekktust þeirra hafa verið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð undirstrikar með verðlaununum mikilvægi barna- og unglingabókmennta á Norðurlöndunum. Rík hefð er fyrir bókmenntum, ætluðum börnum og unglingum, á
Norðurlöndunum og nægir þar að nefna sagnaheima H.C. Andersens, Tove Jansson og Astrid Lindgren sem þekktir eru ungmennum um allan heim. Verðlaunin eru veitt til bókmenntaverks sem komið hefur út undanfarin 2-4 ár. Tilnefningar til verðlaunanna, og verðlaunaverkið sjálft, endurspeglar því það ferskasta og besta sem
norrænar barna- og unglingabókmenntir hafa upp á að bjóða hverju sinni. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, velur sigurverkið.

Myndefni: Ulf Stark og teiknarinn Linda Bondestam vinningshafar 2017.

Vefsíða 

Norrænar barna- og unglingabókmenntir

Á Norðurlöndunum njóta börn og ungmenni virðingar sem virkir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Norræn ungmenni eru hvött til sjálfstæðrar hugsunar, sköpunargleði og þess að standa vörð um rétt sinn. Þetta endurspeglast í góðum norrænum barna- og unglingabókmenntum. Þær bera virðingu fyrir lesendum sínum og takast á við heimsmynd þeirra hverju sinni, hvort sem er með jarðbundnum lýsingum á hversdeginum eða villtum ævintýrum í ókunnum víddum.
Norrænar barna- og unglingabókmenntir geta verið skemmtilegar, umhugsunarverðar, upplífgandi og fræðandi. Stundum eru þær líka sorglegar, beittar og sláandi. Þær umfaðma breiðan hóp fólks, allt frá ungabörnum með fyrstu hörðu bókina í höndunum til flókinna frásagna fyrir þroskaða einstaklinga á mörkum fullorðinsáranna.

Mynd: Leifur Vilberg Orrason