Norrænir menningarstyrkir

Menningargáttin; Nordisk kulturkontakt

Vantar þig styrk?

Nánar á vef KKN   Umsóknarvefur

Norræna menningargáttin eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin.
Samtökin starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir:
1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.
2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna.
3. NORDBUK styrkjaáætlunina.

Menningargáttin tekur virkan þátt í því að móta norrænt menningarsamstarf, bæði á Norðurlöndunum og alþjóðavísu. Starfsemin myndar fjárhagslegan, stafrænan og raunverulegan vettvang fyrir menningarsamkomur á Norðurlöndunum.
Norræna menningargáttin eru samtök á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Vefsíðan: http://www.kulturkontaktnord.org/is   og https://applicant.nordiskkulturkontakt.org/

Facebook síðan: https://www.facebook.com/kulturkontaktnord/?fref=ts

 

Norræna húsið veitir ráðgjöf vegna menningargáttarinnar og veitir faglega aðstoð varðandi umsóknir. Vinsamlegast hafið samband við Gunn ( á ensku eða á norsku, dönsku eða sænsku); gunn@nordichouse.is